Barnamenningarhátíð sett í Hörpu

Dansað um ganga Hörpu við setningu Barnamenningarhátíðar.
Dansað um ganga Hörpu við setningu Barnamenningarhátíðar. mbl.is/Kristinn

Barnamenningarhátíð var sett í Hörpu við Reykjavíkurhöfn í morgun en hátíðin stendur til 22. apríl. Jón Gnarr borgarstjóri setti hátíðina en í kjölfarið stigu nemendur úr 4. bekkjum grunnskóla borgarinnar dans á göngum tónlistarhússins.

Að dansi loknum var 4. bekkingum boðið á tónleika með Ingó og Bláum Ópal í Eldborg og verður Menningarfáni Reykjavíkur afhentur í lok tónleikanna í fyrsta sinn. Fjölbreytt dagskrá Barnamenningarhátíðar tekur svo við.

Dagskrá Barnamenningarhátíðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert