Fjarskipti við útlönd voru í hættu

Farice-sæstrengurinn.
Farice-sæstrengurinn.

Innanríkisráðuneytið hefur gert þjónustusamning við Farice ehf. á grundvelli almannahagsmuna, en félagið var komið í alvarleg lausafjárvandræði, samkvæmt upplýsingum úr minnisblaði fjármálaráðherra til fjárlaganefndar Alþingis um málið.

Farice ehf. rekur tvo sæstrengi milli Íslands og Evrópu og þurfti hinn 15. apríl síðastliðinn að standa skil á 226,5 milljóna króna afborgun, en það fjármagn var ekki handbært, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Farice lagði nýjan sæstreng árið 2008 til að opna fyrir tækifæri í gagnaversiðnaði, en illa hefur gengið að koma þeirri starfsemi á legg.

„Til að halda fyrirtækinu gjaldhæfu og í rekstri reynist nú nauðsynlegt að koma með fjármagn þangað inn og það var ákveðið að gerður yrði þjónustusamningur milli ráðuneytis samgöngumála og Farice til fimm ára,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í gær. Hann segir samninginn kosta ríkissjóð 355 milljónir króna á þessu ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert