Ganga ekki á rétt trúfélaga

Stytta Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Dómkirkjan í baksýn.
Stytta Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Dómkirkjan í baksýn. Morgunblaðið/Sverrir

Siðfræðistofn­un Há­skóla Íslands tel­ur að frum­varp inn­an­rík­is­ráðherra um breyt­ing­ar á lög­um um skráð trú­fé­lög gangi ekki aug­ljós­lega á rétt þeirra sem lög­in ná nú yfir, þ.e. skráð trú­fé­lög. Breyt­ing­arn­ar sem ætlað er að ná fram séu skýr­ar og vel skil­greind­ar.

Með frum­varp­inu stend­ur til að jafna stöðu lífs­skoðun­ar­fé­laga og skráðra trú­fé­laga. Í um­sögn Siðfræðistofn­un­ar seg­ir að erfitt sé að sjá að til­lög­urn­ar geri starfs­skil­yrði skráðra trú­fé­laga erfiðari, en það var ein­mitt rök­semd sem kom fram í um­sögn bisk­ups Íslands. „Til­lög­un­um er ætlað að jafna stöðu fólks eft­ir lífs­skoðunum þess frem­ur en að skerða rétt­indi þeirra hópa sem lög um skráð trú­fé­lög hafa náð yfir.“

Þá seg­ir, að ljóst sé að þau fé­lög sem lög­in hafa ekki náð til hafi rétt til þess að sann­fær­ingu fé­lags­manna sé sýnd virðing og að þau njóti rétt­inda og beri skyld­ur til jafns við skráð trú­fé­lög. „Lög­in verða að taka mið af sam­fé­lags­breyt­ing­um svo lengi sem slík­ar breyt­ing­ar leiða ekki til viðhorfa sem annaðhvort hafna umb­urðarlyndi og virðingu eða ganga gegn al­mennri lög­gjöf.“

Lít­il umræða meðal heim­spek­inga

Siðfræðistofn­un tel­ur helsta vanda­málið við frum­varpið snúa að því hvers kon­ar skoðanir sam­fé­lagið á að sætta sig við og samþykkja sem gild­ar lífs­skoðanir.

Bent er á, að skil­yrði fyr­ir skrán­ingu lífs­skoðun­ar­fé­lags sé að um sé að ræða fé­lag sem bygg­ist á siðferði og lífs­skoðunum óháð trú­ar­setn­ing­um og tengja má við þekkt hug­mynda­kerfi og siðfræði. Lít­il umræða hafi hins veg­ar farið fram milli ís­lenskra heim­spek­inga hvernig mögu­legt sé að skera úr um að skoðanir teng­ist þekkt­um skoðunum í heim­speki eða siðfræði.

Þá er spurt hvers vegna sú nefnd sem gefa skal álit sitt á um­sókn­um um skrán­ingu á trú- eða lífs­skoðun­ar­fé­lagi skuli vera und­ir for­mennsku full­trúa laga­deild­ar. „Starf nefnd­ar­inn­ar mun að öll­um lík­ind­um einkum snúa að mati á því hversu vel má tengja lífs­skoðanir fé­laga við þekkta heim­speki og siðræði.“

Er því farið fram á að full­trúi Sagn­fræði- og heim­speki­deild­ar Há­skóla Íslands veiti nefnd­inni for­stöðu og hafi tvö­falt at­kvæðavægi þegar at­kvæði nefnd­ar­manna falla jafnt.

Háskóli Íslands.
Há­skóli Íslands. Morg­un­blaðið/Ó​mar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka