Hljóta að mega gagnrýna stofnanir

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is

„Það stendur ekki til að leggja það til að Ísland gangi úr EFTA,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. Brást hann þar við spurningu Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, þess efnis hvort framsóknarmenn hygðust leggja til úrsögn úr Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) í ljósi þess að formaður þeirra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefði ýjað að því að EFTA-dómstóllinn gengi erinda Evrópusambandsins.

Gunnar Bragi sagði að það væri nær að styrkja samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) með því að fá fleiri ríki inn í samninginn í stað þess að halda áfram þeirri vegferð sem þjóðin væri í núna og vísaði þar til umsóknarinnar um inngöngu í ESB.

Hann sagði að Íslendingar hlytu að mega gagnrýna þær stofnanir sem Ísland ætti aðild að. Hann rifjaði upp að fyrrverandi framkvæmdastjóri Eftirlitsstofnunar EFTA, sem hefði höfðað mál gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave-málsins, hefði tekið afstöðu gegn Íslandi í málinu skömmu áður en hann hafi látið af embætti.

Gunnar Bragi sagði að ummæli Árna væru einungis hugsuð til þess að draga athyglina frá þeirri staðreynd að framkvæmdastjórn ESB hefði ákveðið að styðja ESA í málsókninni gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka