Óvissa með drauminn um að setja í stórlúðu

Þýskur ferðamaður fékk þessa stórlúðu á sjóstöng í Bolungarvik
Þýskur ferðamaður fékk þessa stórlúðu á sjóstöng í Bolungarvik Reynir Skarsgård

Fyrstu erlendu sjóstangaveiðimenn sumarsins koma næstu daga til veiða á Vestfjörðum.

Margir þeirra vonast eftir að setja í stórlúðu, en reglugerð um bann við beinum lúðuveiðum og þá skyldu að sleppa lífvænlegum lúðum hefur aukið óvissu í þessum ferðaútvegi.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir, að þau skilaboð hafi borist til skipuleggjenda ferðanna að reglugerðinni verði ekki breytt. Hins vegar hefur Hafrannsóknastofnunin áhuga á að fá veiðimennina til að taka þátt í verndun og uppbyggingu stofnsins með því m.a. að merkja lúðu áður en henni er sleppt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert