7 milljónir í endurfundi stjórnlagaráðs

Stjórnlagaráð fundaði í Kennaraháskólanum fjóra daga í mars.
Stjórnlagaráð fundaði í Kennaraháskólanum fjóra daga í mars. Morgunblaðið/Golli

Kostnaður­inn við að kalla stjórn­lagaráð sam­an að nýju í 4 daga í mars var rúm­ar sjö millj­ón­ir króna. Þetta kem­ur fram í svari for­seta Alþing­is við fyr­ir­spurn Vig­dís­ar Hauks­dótt­ir þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Alþingi ákvað í lok fe­brú­ar að kalla stjórn­lagaráð sam­an að nýju í fjóra daga til að fara yfir  at­huga­semd­ir frá stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is við til­lög­ur ráðsins að breyt­ing­um á stjórn­ar­skrá.

Vig­dís Hauks­dótt­ir fór fram á sund­urliðaða kostnaðargrein­ingu við fundi stjórna­lagaráðs, dag­ana 8. - 11. mars síðastliðna. Í svari þing­for­seta kem­ur fram að heild­ar­kostnaður var 7.082.211 krón­ur. Þar af var mest­ur kostnaður við launa­greiðslur ráðsfull­trúa, alls 3.293.587 krón­ur, en næst­mest­ur í kostnað við aðra starfs­menn, rúm­ar 1,9 millj­ón­ir. 

Hús­næðis­kostnaður vegna stjórn­lagaráðs þessa daga var 826.000 auk 392.560 króna í hót­el­kostnað og fæði. Ann­ar kostnaður var sam­tals 644.095 krón­ur en til þess telst t.d. ferðakostnaður, ljós­mynd­ar­ar, sími, netteng­ing o.fl.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert