Alþingi taki ákvörðun um samninginn

Evrópusambandið
Evrópusambandið AP

Árni Þór Sig­urðsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, sagðist á Alþingi í dag telja, að ef samn­ingsniðurstaða fá­ist í aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið sé það Alþing­is að taka ákvörðun um að koma samn­ingn­um í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Þetta sagði Árni Þór við fyr­ir­spurn Ill­uga Gunn­ars­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks. Ill­ugi vísaði til orða for­sæt­is­ráðherra ný­verið sem sagði á þingi, að niðurstaðan um það hvort farið verði í þjóðar­at­kvæðagreiðslu ráðist fyrst og fremst á því að svo hag­stæðir samn­ing­ar ná­ist að þeir verði lagðir fyr­ir þjóðina. Hann sagði ráðherra hafa haldið því fram, að ein­hvers kon­ar mat fari fyrst fram á samn­ing­un­um áður en tek­in verði ákvörðun um hvort leggja eigi hann fyr­ir þjóðina.

Ill­ugi spurði hvort Árni Þór teldi það eðli­legt að það sé rík­is­stjórn­in sem sjái um þetta mat eða hvort það verði Alþingi sem taki af­stöðu til samn­ings­ins.

Árni Þór vísaði til nefndarálits meiri­hluta ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar um málið en í því kem­ur fram að þegar samn­ingaviðræðum er lokið sé samn­ing­ur und­ir­ritaður með fyr­ir­vara, sem leiðir til þess að hann sé ekki bind­andi. „Ég vil skilja þetta þannig, að ef það ná­ist samn­ingsniðurstaða verði gerð grein fyr­ir henni á Alþingi og Alþingi taki ákvörðun um að koma henni í þjóðar­at­kvæði.“ Hann sagði að það gæti ekki verið mats­atriði hjá rík­is­stjórn­inni. „Að þessu gefnu tel ég það sjálf­gefið að það verði þjóðar­at­kvæðagreiðsla, ná­ist samn­ing­ar.“

Vig­dís Hauks­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, sagði orð Árna Þórs al­var­leg tíðindi. „Þannig að meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar og Vinstri græn­an ætla að taka ákvörðun um það hvort þetta fari í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.“ Hún sagði sjö­tíu pró­sent þjóðar­inn­ar á móti aðild að Evr­ópu­sam­band­inu en því miður væri ann­ar meiri­hluti á Alþingi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka