Andsvör ESA við málsvörn Íslands

EFTA-dómstóllinn er staðsettur í Lúxemborg.
EFTA-dómstóllinn er staðsettur í Lúxemborg. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur lagt fram andsvör við málsvörn stjórnvalda í Icesave-málinu í samræmi við málsmeðferðarreglur EFTA-dómstólsins. Þar kemur fram fyrri skoðun ESA á málinu og þess krafist að viðurkennt verði að Ísland hafi brotið reglur EES og eigi að greiða Icesave-skuldina.

Er þetta í takt við það sem ESA hefur haldið fram en ESA fer fram á það við EFTA-dómstólinn að viðurkennt verði að Ísland hafi með því að greiða ekki Icesave-skuldina við bresk og hollensk stjórnvöld, hafi landið gerst brotlegt við reglur evrópska efnahagssvæðisins sem Ísland hafi skuldbundið sig til að fylgja. Í öðru lagi fer ESA fram á að Ísland greiði skuldbindingar sínar til breskra og hollenskra stjórnvalda.

Lagt fram fyrir 11. maí

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að undirbúningur að gagnsvörum stjórnvalda er þegar hafinn af hálfu aðalmálflytjandans og málflutningsteymisins. Miðað er við að þau verði lögð fram innan tilskilins frests 11. maí nk. að undangengnu samráði við utanríkismálanefnd.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert