Andsvör ESA við málsvörn Íslands

EFTA-dómstóllinn er staðsettur í Lúxemborg.
EFTA-dómstóllinn er staðsettur í Lúxemborg. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) hef­ur lagt fram andsvör við málsvörn stjórn­valda í Ices­a­ve-mál­inu í sam­ræmi við málsmeðferðarregl­ur EFTA-dóm­stóls­ins. Þar kem­ur fram fyrri skoðun ESA á mál­inu og þess kraf­ist að viður­kennt verði að Ísland hafi brotið regl­ur EES og eigi að greiða Ices­a­ve-skuld­ina.

Er þetta í takt við það sem ESA hef­ur haldið fram en ESA fer fram á það við EFTA-dóm­stól­inn að viður­kennt verði að Ísland hafi með því að greiða ekki Ices­a­ve-skuld­ina við bresk og hol­lensk stjórn­völd, hafi landið gerst brot­legt við regl­ur evr­ópska efna­hags­svæðis­ins sem Ísland hafi skuld­bundið sig til að fylgja. Í öðru lagi fer ESA fram á að Ísland greiði skuld­bind­ing­ar sín­ar til breskra og hol­lenskra stjórn­valda.

Lagt fram fyr­ir 11. maí

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu kem­ur fram að und­ir­bún­ing­ur að gagnsvör­um stjórn­valda er þegar haf­inn af hálfu aðal­mál­flytj­and­ans og mál­flutn­ingsteym­is­ins. Miðað er við að þau verði lögð fram inn­an til­skil­ins frests 11. maí nk. að und­an­gengnu sam­ráði við ut­an­rík­is­mála­nefnd.

Sjá nán­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert