Dæmdur fyrir meiðyrði

Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði
Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði Ómar Óskarsson

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hef­ur dæmt Ragn­ar Önund­ar­son til að greiða Friðriki Hall­birni Karls­syni og Árna Hauks­syni hvor­um fyr­ir sig 300 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur vegna um­mæla sem hann lét falla í blaðagrein­um sem birt­ust í Morg­un­blaðinu. Einnig er Ragn­ari gert að greiða þeim 600 þúsund krón­ur í máls­kostnað og 200 þúsund til að kosta birt­ingu dóms­ins í op­in­beru blaði.

Friðrik og Árni höfðuðu mál og kröfðust þess að til­tek­in um­mæli í tveim­ur blaðagrein­um yrðu dæmd dauð og ómerk. Í grein­un­um fjallaði Ragn­ar um kaup þeirra á stór­um hluta í Húsa­smiðjunni á ár­inu 2002, sem síðan var seld­ur í byrj­un árs 2005.

Fyrri grein­in birt­ist und­ir aðal­fyr­ir­sögn­inni: „Banki skil­ur neyt­end­ur eft­ir í hönd­um „féfletta““ og hin síðari: „Borg­ar­full­trúi held­ur á vit æv­in­týra.“

Í niður­stöðu dóms­ins seg­ir að við lest­ur grein­ar­inn­ar geti eng­um dulist að Ragn­ar full­yrði að Árni og Friðrik séu í „sjálf­tök­uliði“ sem hafi stundað „stór­felld­an þjófnað“. Enn frem­ur hafi þeir eign­ist Húsa­smiðjuna án nokk­urs eig­in­fjár­fram­lags og hafi átt „vitorðsmenn“ í banka og/​eða í fast­eigna­fé­lagi. Loks hafi Árni og Friðrik selt fast­eign­ir Húsa­smiðjunn­ar á „yf­ir­verði“ og notað sölu­and­virðið til „að greiða sjálf­um sér stór­felld­an arð.“ Þannig hafi þeir „féflett“ Húsa­smiðjuna og hafi skuld­ir sem ekki komu sjálf­um rekstr­in­um við sligað fé­lagið sem „féll í faðm bank­ans.“

Dóm­ur­inn tel­ur að Ragn­ar hafi sönn­un­ar­byrði fyr­ir sann­ind­um um­mæla sinna, og að mati dóms­ins eru all­ar til­vitnaðar full­yrðing­ar Ragn­ars rang­ar og ósannaðar. Þá hafi hann ekki sýnt fram á það að umþrætt­ar blaðagrein­ar hans séu fræðandi og upp­lýs­andi og auki skiln­ing al­menn­ings á fjöl­mörg­um þátt­um viðskipta­lífs­ins og hvað þá að skrif stefnda séu liður í al­mennri umræðu og um­fjöll­un um skuld­sett­ar yf­ir­tök­ur og efna­hags­hrun.

Voru því um­mæli í grein­un­um dæmd dauð og ómerk og Ragn­ar dæmd­ur til að greiða miska­bæt­ur.

Ragnar Önundarson
Ragn­ar Önund­ar­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert