Lúðvík spyr um læsta dagskrá

Lúðvík Geirsson
Lúðvík Geirsson Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Lögð hefur verið fram fyrirspurn á Alþingi til mennta- og menningarmálaráðherra um aðgang almennings að beinum útsendingum frá stórviðburðum í íþróttum. Fyrirspyrjandi er Lúðvík Geirsson, þingmaður Samfylkingar, og biður hann meðal annars um skoðun ráðherra á því að stórviðburðir skuli eingöngu vera aðgengilegir í læstri sjónvarpsútsendingu.

Einnig spyr Lúðvík hvort ráðherra telji ástæðu til að nýta reglugerðarheimild í 48. gr. laga um fjölmiðla. Í henni er kveðið á um heimild til að ákveða í reglugerð að einkarétt fjölmiðlaveitu til myndmiðlunar frá innlendum og erlendum viðburðum sem taldir eru hafa verulega þýðingu í þjóðfélaginu sé einungis heimilt að nýta á þann hátt að meginhluti þjóðarinnar eigi þess kost að fylgjast með viðkomandi viðburðum í beinum eða seinkuðum útsendingum án sérstaks endurgjalds.

Lúðvík spyr hvort eitthvað hindri að slík reglugerð verði sett og einnig hvort hennar sé að vænta á næstunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert