Nauðlending á Reykjavíkurflugvelli

Flugvélinni TF-Fun var nauðlent á Reykjavíkurflugvelli nú undir kvöld.
Flugvélinni TF-Fun var nauðlent á Reykjavíkurflugvelli nú undir kvöld. Mbl.is/Magnús Sigurjónsson

Lítil flugvél nauðlenti á Reykjavíkurflugvelli nú fyrir stundu. Enginn slasaðist, en tveir menn voru um borð samkvæmt upplýsingum Mbl.is.

Um er að ræða litla einkaflugvél af gerðinni American Champion 7ECA. Ekki er ljóst hvað varð til þess að til nauðlendingar kom, en slökkviliðið á Reykjavíkurflugvelli var kallað á staðinn og er þar nú að störfum.

Uppfært kl. 19:12: Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA hnekktist flugvélinni á í lendingu með þeim afleiðingum að hjólin brotnuðu undan henni. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur verið boðuð staðinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert