„Ofbeldi gagnvart íbúunum“

Umferðarþungi er mikill á álagstímum og allt of hratt ekið …
Umferðarþungi er mikill á álagstímum og allt of hratt ekið um Hringbrautina, að sögn íbúa við götuna. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég segi að þetta sé ofbeldi gagnvart íbúunum þarna,“ sagði Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri í slysavörnum barna, um ástandið á Hringbrautinni í Reykjavík. Hún býr á Hringbraut 46, mitt á milli Ljósvallagötu og Brávallagötu.

Í samtali um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Herdís íbúana vera í stórhættu vegna hraðaksturs auk mikils ónæðis jafnt nótt og dag vegna umferðarþunga, umferðargnýs og mengunar. Hún sagði að hún og fleiri hefðu lengi talað fyrir daufum eyrum yfirvalda Reykjavíkurborgar og Vegagerðar, en Hringbraut er þjóðvegur í þéttbýli.

Herdís er að verða úrkula vonar um að stjórnvöld vilji nokkuð gera til úrbóta. Hana grunar að þau vilji raunverulega hafa þetta svona því hraðaksturinn sé forsenda þess að gatan anni umferðinni.

„Þetta er hrikalegt og það er ekki hægt að hafa þetta svona. Það verður að gera framtíðarskipulag sem lagar þetta. Svo er verið að tala um að byggja fullt af fjölbýlishúsum vestur í bæ og allt á þetta að fara á Hringbrautina,“ sagði Herdís. Hún telur nauðsynlegt að ræða í heild um Miklubraut og Hringbraut og vanda íbúanna þar, áhrif nýlegra framkvæmda og hvað þurfi að gera til að bæta úr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert