„Ofbeldi gagnvart íbúunum“

Umferðarþungi er mikill á álagstímum og allt of hratt ekið …
Umferðarþungi er mikill á álagstímum og allt of hratt ekið um Hringbrautina, að sögn íbúa við götuna. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég segi að þetta sé of­beldi gagn­vart íbú­un­um þarna,“ sagði Her­dís Storga­ard, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og verk­efn­is­stjóri í slysa­vörn­um barna, um ástandið á Hring­braut­inni í Reykja­vík. Hún býr á Hring­braut 46, mitt á milli Ljós­valla­götu og Brá­valla­götu.

Í sam­tali um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Her­dís íbú­ana vera í stór­hættu vegna hraðakst­urs auk mik­ils ónæðis jafnt nótt og dag vegna um­ferðarþunga, um­ferðarg­nýs og meng­un­ar. Hún sagði að hún og fleiri hefðu lengi talað fyr­ir dauf­um eyr­um yf­ir­valda Reykja­vík­ur­borg­ar og Vega­gerðar, en Hring­braut er þjóðveg­ur í þétt­býli.

Her­dís er að verða úrkula von­ar um að stjórn­völd vilji nokkuð gera til úr­bóta. Hana grun­ar að þau vilji raun­veru­lega hafa þetta svona því hraðakst­ur­inn sé for­senda þess að gat­an anni um­ferðinni.

„Þetta er hrika­legt og það er ekki hægt að hafa þetta svona. Það verður að gera framtíðar­skipu­lag sem lag­ar þetta. Svo er verið að tala um að byggja fullt af fjöl­býl­is­hús­um vest­ur í bæ og allt á þetta að fara á Hring­braut­ina,“ sagði Her­dís. Hún tel­ur nauðsyn­legt að ræða í heild um Miklu­braut og Hring­braut og vanda íbú­anna þar, áhrif ný­legra fram­kvæmda og hvað þurfi að gera til að bæta úr.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert