Skólarúta fór út af veginum

Fjölmennt lið lögreglu og sjúkrabíla fór á staðinn þar sem …
Fjölmennt lið lögreglu og sjúkrabíla fór á staðinn þar sem rútann fór út af. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Rúta með 68 unglingum á leið í skólaferðalag fór út af veginum á gatnamótum Nesjavallavegar og Grafningsvegar rétt fyrir klukkan 19 í kvöld. Aðeins einn úr hópnum kenndi sér meins og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Hinir sluppu ómeiddir.

Fjölmennt lið lögreglu og sjúkrabíla fór á staðinn þegar tilkynnt var um slysið. Að sögn lögreglunnar á Selfossi fór eins vel og menn geta vonað þegar svo fjölmennt slys verður, en rútan var á dekkjunum allan tímann og valt ekki. Ljóst er því að verr hefði getað farið.

Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að rútan fór út af veginum en talið er að bremsurnar hafi gefiið sgi. Rannsóknarlögreglumenn og bíltæknifræðingur fóru á vettvang og verður málið rannsakað.

Ákveðið var að láta þetta ekki koma í veg fyrir fyrirhugað skólaferðalag og héldu unglingarnir áfram á áfangastað, þar sem fulltrúar frá Rauða krossi Íslands mun ræða við krakkana í kvöld um atburðinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert