Segir tillögu ekki standast stjórnarskrá

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Ómar

Þings­álykt­un­ar­til­laga um breytta skip­an ráðuneyta sam­ræm­ist ekki 15. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar. Þetta sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra í umræðum um til­lög­una á Alþingi í gær.

„Þessi til­laga fel­ur í sér það eitt að Alþingi styðji fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á fjölda og heit­um ráðuneyta og er í raun í and­stöðu við það ákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar sem seg­ir að for­seti ákveði tölu ráðherra og skipti með þeim störf­um,“ sagði Jó­hanna.

Ein­ar K. Guðfinns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, spurði for­sæt­is­ráðherra þá hvort hún hefði vit­andi vits stutt til­lögu sem gengi gegn stjórn­ar­skránni. Hann lýsti sig þó ósam­mála því mati ráðherr­ans. Svaraði Jó­hanna því aðeins til að eng­in þörf væri á að breyt­ing­arn­ar færu fyr­ir þingið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert