Yrðu að segja upp áhöfninni

Gullver NS-12 frá Seyðisfirði.
Gullver NS-12 frá Seyðisfirði. mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Að öllu óbreyttu verður áhöfn Gull­vers sagt upp, alls 15 manns. Ef veiðigjalda­frum­varpið geng­ur fram í þeirri mynd sem það er í dag er fyr­ir­tækið ekki rekstr­ar­hæft. Það er svo ein­falt. Þetta hef­ur áhrif á 60-70 manns ef starfs­menn í frysti­húsi og á landi á Seyðis­firði eru tald­ir með.“

Þetta seg­ir Ad­olf Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Gull­bergs ehf. á Seyðis­firði og formaður Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna, um áhrif­in sem frum­varpið hefði á rekst­ur eina út­gerðarfyr­ir­tæk­is­ins í pláss­inu, en fjallað er um þau mál í Morg­un­blaðinu í dag og viðskipta­blaði Morg­un­blaðsins.

„Veiðigjaldið er allt of hátt. Það er ekki nægi­leg fram­legð af rekstr­in­um til að standa und­ir því, greiðslu­af­borg­un­um og al­menn­um rekstri.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka