Framganga ESB einkennist af yfirgangi

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins,
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðið/Golli

Fram­ganga Evr­ópu­sam­bands­ins í mak­ríl­deil­unni hef­ur ein­kennst af yf­ir­gangi og hót­un­um, skrif­ar formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, Bjarni Bene­dikts­son, á Face­book-síðu sína í dag.

„Eft­ir fund sjáv­ar­út­vegs­ráðherra ESB-ríkj­anna í síðasta mánuði var boðað að hraðað yrði refsiaðgerðum vegna mak­ríl­veiða Íslend­inga og Fær­ey­inga.

Þau drög að reglu­gerð sem nú eru til umræðu ganga á hinn bóg­inn mun lengra en nokk­urn gat grunað. Á grund­velli þeirra mun ESB geta sett lönd­un­ar­bann, viðskipta­bann og hafn­ar­bann á þau ríki sem ESB tel­ur stunda ósjálf­bær­ar veiðar, ekki bara vegna mak­rílviðskipta held­ur al­mennt vegna sjáv­ar­af­urða.
Verði regl­urn­ar samþykkt­ar er mak­ríl­deil­an kom­in í nýj­ar hæðir. Hér er um að ræða ein­hverja gróf­ustu og al­var­leg­ustu hót­un við sjáv­ar­út­vegs­hags­muni okk­ar Íslend­inga sem við höf­um staðið frammi fyr­ir. Allt til að þvinga fram niður­stöðu sem ESB tel­ur ásætt­an­lega í mak­ríl­deil­unni.

Þess­ari óboðlegu fram­komu verður að mót­mæla kröft­ug­lega,“ skrif­ar Bjarni.



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert