Jónína Benediktsdóttir forstjóri hefur gengið í Framsóknarflokkinn.
Í tilkynningu frá Framsóknarflokknum er haft eftir Jónínu að Framsókn hafi lært af fortíð sinni, lagað til í liði sínu, valið formann sem þorir og hugsar bara um lausnir fyrir landið okkar. Því hafi hún ákveðið að leggja flokknum starfsþrek sitt.
„Persónukjör er ekki í boði fyrir næstu kosningar. Ég skora því á alla þá sem trúa á endurreisn Íslands að sameinast um flokkinn sem vill vinna hratt að lausnum. Flokkinn sem er með lausnir á vandamálum heimila. Flokkinn sem vill vinna hratt að atvinnuuppbyggingu um allt land. Flokkinn sem ætlar að styðja við bakið á litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Framsóknarfólki líkar illa núverandi kyrrseta, þess vegna þurfum við að koma að nýrri ríkisstjórn,“ er haft eftir Jónínu í tilkynningu.