Nauðsynlegt að tengja betur háskóla og atvinnulíf

Vegna rits Sam­taka at­vinnu­lífs­ins „Upp­fær­um Íslands" sem var kynnt á aðal­fundi sam­tak­anna síðasta miðviku­dag, þá vill Stúd­entaráð Há­skóla Íslands koma eft­ir­far­andi álykt­un á fram­færi:

 Stúd­entaráð Há­skóla Ísland (SHÍ) styður þær til­lög­ur Sam­taka at­vinnu­lífs­ins er lúta að betri teng­ingu há­skóla og at­vinnu­lífs, og telj­um við það góða hug­mynd að verðlauna slíkt sam­starf.

Að mati SHÍ er nauðsyn­legt að Há­skóli Íslands öðlist betri teng­ingu við at­vinnu­lífið og stuðli þar með að mik­il­vægri framþróun og ný­sköp­un inn­an veggja skól­ans. Það er mik­il­væg­ur und­ir­bún­ing­ur fyr­ir stúd­enta að fá að kynn­ast því sem býður þeirra eft­ir út­skrift og fá að upp­lifa raun­veru­leg verk­efni sem fyr­ir­tæki eru að kljást við.

„Það er sorg­leg staðreynd hversu marg­ir, þá sér­stak­lega náms­menn og þeir sem ný­út­skrifaðir eru, flytj­ast brott af Íslandi í dag og tel­ur SHÍ því teng­ingu náms við raun­heim fyr­ir­tækja geta auðveldað stúd­ent­um að ná fót­festu hér á landi eft­ir út­skrift.

Einnig tel­ur SHÍ nauðsyn­lega for­sendu fram­sæk­ins rík­is­háskóla að fjár­magn til hans verði ekki skert. Stjórn­völd ættu held­ur að sjá sér leik á borði og auka fjár­fam­lög til Há­skóla Íslands, enda er fjár­fest­ing í mennt­un og mannauði er ein mik­il­væg­asta grunnstoð sam­fé­lags­ins,“ seg­ir í álykt­un Stúd­entaráðs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert