Dómur landsdóms er endanlegur

Andri Árnason verjandi Geirs H. Haarde í landsdómi
Andri Árnason verjandi Geirs H. Haarde í landsdómi mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Dómur landsdóms í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er endanlegur og verður ekki áfrýjað, að sögn Þorsteins A. Jónssonar, skrifstofustjóra Hæstaréttar og ritara landsdóms. Hins vegar er hægt að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna dómsniðurstöðunnar.

Bein útsending verður á mbl.is frá landsdómi þegar hann kemur saman á mánudaginn kemur, 23. apríl, klukkan 14.00, í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Þar mun Markús Sigurbjörnsson dómsforseti lesa dóminn upp í heyranda hljóði.

Ákveðið hefur verið að leyfa upptöku á dómsuppsögunni, bæði á hljóði og mynd, og senda út beint.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert