Höfðu ekki áhuga á heimsókn Wen

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hætt var við að koma við í Kerinu með Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, í dag líkt og til stóð þar sem Kerfélagið hafði ekki áhuga á að fá heimsóknir, hvorki frá íslenskum né kínverskum stjórnvöldum að Kerinu.

Óskar Magnússon, talsmaður Kerfélagsins, segir að Kerfélagið hafi fyrst frétt af fyrirhugaðri heimsókn Wen og fylgdarliðs hans, á annað hundrað manns, á mbl.is fyrr í dag en ekkert hafði verið rætt við félagið. 

Í nokkur ár hafa hópferðir verið bannaðar í Kerið vegna þess hve náttúran er viðkvæm þar og eins hafi félagið engan sérstakan áhuga á að fá heimsóknir frá kínverskum og íslenskum stjórnvöldum.

Að sögn Óskars þykja það sjálfsagðir mannasiðir að hafa samband við þá sem á að heimsækja áður en slíkar heimsóknir eru afráðnar. Það hafi ekki verið gert í þessu tilviki.

Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, við Gullfoss
Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, við Gullfoss mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert