Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók á móti forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, í Hakinu á Þingvöllum í morgun. Wen mun ferðast um Suðurland í dag ásamt forsætisráðherra.
Meðal annars fara þau að Gullfossi og Geysi. Síðar í dag fer Wen að Kerinu og síðan tekur Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra á móti Wen og fylgdarliði í Hellisheiðarvirkjun síðdegis. Íslendingar og Kínverjar vinna saman að stóru jarðhitaverkefni í Kína um þessar mundir.