Wen gætt af öryggisvörðum

Mikil öryggisgæsla er í ferð Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, um Suðurland en ekkert hefur sést til mótmælenda. Strokkur gaus fyrir Wen og og Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á Geysissvæðinu nú skömmu fyrir hádegi.

Wen snæðir nú hádegisverð á hótelinu á Geysi en næsti viðkomustaður hans er Kerið. Á annað hundrað manns er í fylgdarliði forsætisráðherrans.

Fyrr í morgun skoðaði Wen Þingvelli og Geysi auk þess sem hann kom við á Kjóastöðum í Biskupstungum og þáði te hjá húsráðendum. Veður er mjög gott á þessum slóðum og virðist Wen ánægður með það sem hann hefur séð af Íslandi en þetta er fyrsta heimsókn hans hingað til lands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert