Fimm milljónir króna í Dyrhólaey

Frá Dyrhólaey.
Frá Dyrhólaey. Ljósmynd: Jónas Erlendsson

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Mýrdalshrepp var fjallað um samning um styrk að upphæð 5.000.000 kr. frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar í Dyrhólaey.

Í bókun sveitarstjórnar segir: „Sveitarstjórn fagnar því að þessi styrkur hefur nú fengist og felur sveitarstjóra í samvinnu við fulltrúa Umhverfisstofnunar að vinna að undirbúningi framkvæmda og tryggja að sem allra fyrst verði komið upp viðunandi salernisaðstöðu á Háey í samræmi við samning Umhverfisstofnunar og Mýrdalshrepps um Dyrhólaey.“

„Við fengum þarna fimm milljón króna styrk úr þessum sjóði til þess að fara í að koma upp salernisaðstöðu á Háeynni og síðan til stígagerðar um eyjuna. Það er ekki nóg að koma snyrtingu upp á Háeynni, svo við munum reyna að setja upp salernisaðstöðu einnig á Lágeynni og við þurfum að undirbúa það. Ég geri nú ráð fyrir að styrkurinn fari mest í að koma þessum snyrtingum í gagnið og svo í þessa stígagerð og merkingar,“ sagði Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, í samtali við blaðamann mbl.is í dag.

„Það eru engar deilur um þetta, það er ekkert ósætti með það,“ sagði Ásgeir spurður að því hvort sátt væri um þessa uppbyggingu.

Ásgeir sagði að verið væri að vinna að því að leysa ágreining sem hefur staðið um aðgengi að eynni og kom meðal annars fram í fyrra, þegar landeigendur í nágrenninu lokuðu vegi að Dyrhólaey. Hann vonast til að sátt náist um þau mál á næstunni.

Lundapysjur í Dyrhólaey.
Lundapysjur í Dyrhólaey. Rax / Ragnar Axelsson
Gatið á Dyrhólaey.
Gatið á Dyrhólaey. Rax / Ragnar Axelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert