Halda 200 manna veislu í Færeyjum

Frá Færeyjum.
Frá Færeyjum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hóp­ur Vest­manna­ey­inga er nú stadd­ur í Götu í Fær­eyj­um og hef­ur haldið tvenna tón­leika á Eyj­un­um. Mik­il stemn­ing er í hópn­um, sem tel­ur rúm­lega níu­tíu manns.

Árni Johnsen alþing­ismaður er með hópn­um og gríp­ur í gít­ar­inn þegar þannig ber und­ir. Hann seg­ir mikla stemn­ingu í hópn­um og að ferðin hafi tek­ist mjög vel. Ein­göngu eru sung­in Eyja­lög, mest lög Odd­geirs Kristjáns­son­ar.

„Þetta er grúppa sem heit­ir Blítt og létt og er 15 Eyja­manna lið, söngv­ar­ar og hljóðfæra­leik­ar­ar og svo eru með um 75 manns og ég er svona með að spila, en þeir eru með sér­stakt pró­gramm og hef­ur gengið vel. Mik­il stemn­ing,“ sagði Árni Johnsen.

„Gata er svona vina­bær Vest­manna­eyja og það eru tengsl svo­lítið á milli Götu og Eyja­manna í gegn­um Grím kokk og Fær­ey­ing sem heit­ir Marteinn Jul,“ sagði Árni.

„Þetta var bara hug­mynd sem var fram­kvæmd. Það voru tón­leik­ar í Þórs­höfn og mót­taka þar. Það er frítt inn á tón­leik­ana og svo var troðfullt hús í Götu.“

Eld­ar ís­lenskt ofan í 200 manns

„Það er mikið að ger­ast hérna hjá okk­ur í bæn­um,“ sagði Grím­ur Gísla­son eða Grím­ur kokk­ur eins og hann er þekkt­ur í Vest­manna­eyj­um og raun­ar um allt land í gegn­um fram­leiðslu­vör­ur sín­ar.

„Já, þetta eru rétt tæp­lega 200 manns. Við erum að bjóða þeim í mat hérna í Götu. Það eru bún­ar að vera frá­bær­ar mót­tök­ur hérna hjá okk­ur og við erum búin að vera í gist­ingu í heima­hús­um. Þetta er 92 manna hóp­ur. Við kom­um frá Vest­manna­eyj­um og erum búin að halda tvenna tón­leika, héld­um eina tón­leika inni í Þórs­höfn og svo eina hér inni í Götu og það er búið að vera gríðarleg stemn­ing hér í Fær­eyj­um hjá hópn­um og öll­um gest­gjöf­un­um líka,“ sagði Grím­ur.

„Já, við erum að bjóða gest­gjöf­um núna og svo er hóp­ur­inn hjá okk­ur,“ sagði Grím­ur aðspurður hverj­ir væru að koma í mat. „Á mat­seðlin­um er humarsúpa og svo erum við með ís­lenskt lamba­læri og svo svo erum við með grillaðan lan­greið,“ sagði Grím­ur um mat­seðil­inn, en hann stóð við grillið á meðan sam­talið fór fram að und­ir­búa veisl­una.

„Við erum að gera þetta klárt og svo verður sungið og spilað hérna fram eft­ir kvöldi. Við fór­um upp á elli­heim­ili í dag og héld­um tón­leika fyr­ir gamla fólkið. Þar var virki­lega gam­an að syngja Eyja­söngv­ana. Við erum ein­göngu með Eyja­lög­in á dag­skrá og vörp­um textun­um á vegg með skjáv­ar­pa þannig að það eru all­ir að syngja með, bæði Íslend­ing­arn­ir og Fær­ey­ing­arn­ir,“ sagði Grím­ur.

Átti fyrst að vera hljóm­sveit, svo hóp­ur á fokk­er vél en endaði í þotu

Aðspurður hvernig þessi hug­mynd hafi komið til sagði Grím­ur: „Það kviknaði hug­mynd og átti bara að vera hljóm­sveit úr Eyj­um, Blítt og létt hóp­ur­inn, sem er að syngja Eyja­söngv­ana. En svo var gríðarleg­ur áhugi fyr­ir þessu heima í Eyj­um og við ákváðum að leigja Fokk­er en svo var hann orðinn allt of lít­ill svo við leigðum þotu og það voru 92 sem komu með,“ sagði Grím­ur en hóp­ur­inn kem­ur til Íslands á morg­un.

„Fólk er búið að vera í skýj­un­um og hef­ur aldrei upp­lifað aðra eins gest­risni og hérna. Ég hef reynd­ar upp­lifað þetta áður og kom mér ekki á óvart, en fólkið er al­veg í skýj­un­um,“ sagði Grím­ur að lok­um.

Vestmannaeyjar.
Vest­manna­eyj­ar. mbl.is/​Brynj­ar Gauti
Árni Johnsen, alþingismaður.
Árni Johnsen, alþing­ismaður.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert