Pósthúsinu á Laugarvatni lokað

Íslandspóstur
Íslandspóstur mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslandspóstur hefur ákveðið að loka pósthúsinu á Laugarvatni, að því er fram kemur í frétt á vefnum DFS. 

Á síðasta fundi byggðaráðs Bláskógabyggðar var m.a. tekið fyrir bréf frá Póst- og fjarskiptastofnuninni þar sem óskað var eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna fyrirhugaðrar lokunar Íslandspósts á póstafgreiðslu á Laugarvatni.  Þess í stað verði boðið upp á þjónustu landpósts fyrir allt svæðið.

Byggðaráð bókaði eftirfarandi: „Byggðaráð Bláskógabyggðar mótmælir harðlega þeirri þjónustuskerðingu sem felst í fyrirhugaðri breytingu.  Ljóst er að ef af henni verður mun það leiða af sér að íbúar svæðisins þurfi að sækja ábyrgðarbréf og böggla í auknum mæli til afgreiðslunnar á Selfossi, en þangað er yfir 40 kílómetra akstur aðra leiðina.  

Þetta fyrirkomulag mun því auka akstur með póst fyrir svæðið til muna, bæði fyrir íbúa og Íslandspóst, sem er óskiljanleg stefna á þessum tímum þegar reynt er eftir mætti að fækka kolefnissporum í umhverfinu og gæta hagræðingar,“ segir í frétt DFS.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert