127 milljarða fjárfesting í kísil

China Blue Star er kínverskt risafyrirtæki.
China Blue Star er kínverskt risafyrirtæki.

Kínverska risafyrirtækið China Blue Star áformar að setja um milljarð bandaríkjadala, sem svarar 127 milljörðum króna, í fyrirhugaða kísilmálmverksmiðju á Grundartanga og er gengið út frá því að hún muni skapa hundruð starfa í framtíðinni.

Morgunblaðið hefur þetta eftir öruggum heimildum en það þykir undirstrika alvöruna að baki þessum fyrirætlunum að greint skuli frá þeim í tilefni af heimsókn Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, og fjölmenns fylgdarliðs til landsins.

Í Morgunblaðinu í dag segir, að svo sé litið á, að stuðningur við verkefnið á æðstu stigum kínverska stjórnkerfisins verði til að flýta því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka