Áfellisdómur yfir stjórnsýslunni

Sigurður Líndal lagaprófessor.
Sigurður Líndal lagaprófessor. Árni Sæberg

„Það hefur verið losarabragur á stjórnsýslunni og ég lít á þetta sem áfellisdóm yfir henni,“ segir Sigurður Líndal lagaprófessor um að Landsdómur hafi sýknað Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, af þremur ákæruatriðum af fjórum.

Geir var sakfelldur fyrir eitt ákæruatriðið, að hafa ekki haldið ráðherrafundi um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni, en honum verður ekki gert að sæta refsingu. „Dómurinn er ekki ýkja fjarri því sem ég bjóst við,“ segir Sigurður en að hans mati er sumt í lögum um ráðherraábyrgð ekki alveg nógu skýrt. „Ég bjóst frekar við sýknu en hafði ekki í höndum gögn málsins og mat mitt því byggt á því sem kom fram í fjölmiðlum.“

„Dómurinn hefur sakfellt en refsar ekki, þetta fer þannig nokkuð nærri því sem ég bjóst við. Mín fyrstu viðbrögð eru þau að þetta sé að sumu leyti áfellisdómur yfir stjórnsýslunni almennt, ég held að þetta sé það sem hefur viðgengist, kemur fram í rannsóknarskýrslunni og þingmannaskýrslunni og öllu því sem hefur verið farið í saumana á,“ segir Sigurður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert