Umhverfisstofnun telur að landeigendum sé heimilt að setja umgengnisreglur á landi sínu svo sem til að stýra og skipuleggja umferð um svæðið með það að leiðarljósi að hlífa viðkvæmri náttúru fyrir ágangi. Hún telur hins vegar ekki heimilt að takmarka umferð tiltekinna hópa umfram aðra.
Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar í tilefni af umræðu undanfarna daga.
Almenningi er tryggður réttur til þess að ferðast um Ísland og njóta náttúrunnar. Nokkrar undantekningar eru frá þessu, þar á meðal:
Umhverfisstofnun telur ekki heimilt að takmarka umferð tiltekinna hópa eða einstaklinga umfram aðra.
Umhverfisstofnun telur að landeigendum sé heimilt að setja umgengnisreglur á landi sínu svo sem til að stýra og skipuleggja umferð um svæðið með það að leiðarljósi að hlífa viðkvæmri náttúru fyrir ágangi.
Umhverfisstofnun vill minna á niðurstöðu Hvítbókar um náttúruvernd þar sem segir að nefndin telji fulla ástæðu til að endurskoða og setja ramma um heimild landeigenda til að banna för um afgirt, óræktað land, þ.e. hvaða ástæður geti réttlætt slíkt bann.
Loks er rétt að geta þess að hvorki Umhverfisstofnun né önnur yfirvöld hafa heimildir til þess að grípa inn í brot á almannarétti fyrirvaralaust en ef um viðvarandi hindranir er að ræða er heimilt að gefa fyrirmæli um að þeim verði aflétt að viðlögðum dagsektum, segir í frétt Umhverfisstofnunar.