Pólitík í málinu að sögn Geirs

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segist ekki geta annað en verið ánægður með efnislega niðurstöðu Landsdómsmálsins.

Það eins sem hann er sakfelldur fyrir er að hafa ekki rætt málið á ríkisstjórnarfundi. Hann sé samt ekki dæmdur fyrir það. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali mbl.is við Geir í dag.

Hann segir að með dómi Landsdóms sé verið að reyna að koma til móts við þá sem hófu málið. Það beri vott um að pólitík hafi verið í málinu.

Að sögn Geirs er það ákveðinn léttir að þetta mál sé frá en hann muni nú fara yfir þetta með lögmanni sínum, Andra Árnasyni, hvort þeir fari með þetta áfram til Mannréttindadómstóls Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert