Rannsaka siðferði blaðamanna

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jak­obs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, hef­ur ákveðið að veita eina millj­ón króna til hóps ís­lenskra fræðimanna á sviði fjöl­miðlun­ar vegna þátt­töku þeirra í alþjóðlegri rann­sókn meðal blaða- og frétta­manna.

Rann­sókn­in heit­ir Worlds of Journa­lism Stu­dy og er alþjóðleg könn­un á starfs­um­hverfi blaða- og frétta­manna. Hún tek­ur m.a. til þeirra þátta sem nefnd­ir voru í skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is, t.d. um starfs­hætti og siðferði í ís­lensk­um fjöl­miðlum. Átta­tíu og fjög­ur lönd taka þátt í rann­sókn­inni frá 1. mars 2012 til 31. des­em­ber 2014.

Hér­lend­is er rann­sókn­in sam­starfs­verk­efni sjö kenn­ara í fjöl­miðla­fræði og blaða- og frétta­mennsku, við Há­skóla Íslands og Há­skól­ann á Ak­ur­eyri. Hún er unn­in inn­an Rann­sókna­set­urs um fjöl­miðlun og boðskipti við Fé­lags- og menntavís­inda­deild HÍ.

Með þátt­töku í rann­sókn­inni geta fræðimenn hér­lend­is á sviði fjöl­miðlarann­sókna sett niður­stöðurn­ar í alþjóðlegt sam­hengi. Þá munu niður­stöðurn­ar einnig nýt­ast stjórn­völd­um til stefnu­mót­un­ar í mál­efn­um fjöl­miðla og veita upp­lýs­ing­ar um stöðu fjöl­miðla hér­lend­is sam­an­borið við önn­ur lönd, t.d. Norður­lönd.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert