„Þungt að sitja uppi með þennan dóm

Sigmundur Ernir Rúnarsson
Sigmundur Ernir Rúnarsson mbl.is/Ómar

„Mér finnst það harla þungt að sitja uppi með þenn­an dóm fyr­ir að halda ekki fundi,“ seg­ir Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um dóm lands­dóms yfir Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra. „Og refs­ing­in er harla rýr miðað við all­an mála­til­búnaðinn.“

Sig­mund­ur seg­ist hafa verið sann­færður um það frá fyrstu stig­um máls­ins að ekki væri hægt að sak­fella Geir fyr­ir um­rædd ákæru­atriði, að hann hafi greitt at­kvæði í sam­ræmi við það á Alþingi. „Aðal­atriðið er að Geir er sýknaður af þeim ákæru­atriðum sem snúa helst að hans meinta aðgerðarleysi. Og hann get­ur verið sátt­ur með þá niður­stöðu. En jafn­framt get­ur hann verið svekkt­ur með það að vera sak­felld­ur fyr­ir að halda ekki fundi.“

Að mati Sig­mund­ar er niðurstaðan úr veg­ferð Alþing­is rýr, en var rétt af Alþingi að ákæra Geir?

„Ég var þeirr­ar skoðunar að ákæru­atriðin væru ekki nægi­lega af­drátt­ar­laus og skýr til að halda í þessa veg­ferð, og ég er enn þeirr­ar skoðunar,“ seg­ir Sig­mund­ur Ern­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert