Heimsókn Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, var afar árangursrík, að sögn Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Tveggja daga opinberri heimsókn forsætisráðherrans lauk í gærmorgun þegar hann flaug héðan til Þýskalands.
Í Morgunblaðinu í dag segist Össur ekki hafa áhyggjur af því að Kína hygðist nýta sér bágan efnahag Íslendinga og vísaði til fundar forsætisráðherranna.
„Kínverjar lýstu því yfir í fyrsta lagi að þeir virði fullveldisréttindi norðurskautsríkjanna átta og í öðru lagi að þeir líti svo á að hafréttarsáttmálinn sé það tæki sem eigi að nota til að leysa ágreiningsefni. Það síðarnefnda hefur verið mikið baráttumál Íslendinga í gegnum tíðina og ég held að með þessari yfirlýsingu sé alveg ljóst að það er í raun ekkert sem þeir geta tekið ófrjálsri hendi,“ sagði Össur.