Á rétt á eignarnámsbótum

Vinnslustöðin.
Vinnslustöðin. mbl.is

Sú gríðarlega hagsmunaröskun sem felst í nýju kvótafrumvörpunum brýtur augljóslega gegn hagsmunum Vinnslustöðvarinnar og verði þau að lögum á hún rétt á eignarnámsbótum frá íslenska ríkinu. Þetta kemur fram í umsögn sem unnin var fyrir Vinnslustöðina.

Umsögnin var unnin af Mörkinni lögmannsstofu og hefur verið send atvinnuveganefnd Alþingis. Í greinargerð með umsögninni er vísað í niðurstöðu IFS-ráðgjafar sem kemst að þeirri niðurstöðu að virðisrýrnun Vinnslustöðvarinnar verði um níutíu prósent, fari úr 5,80 evrum á hlut niður í 0,60 evrur á hlut.

Þá er bent á það að almenna veiðigjaldið sé flatur skattur en sérstaka veiðigjaldið lagt á með mjög flóknum útreikningsaðferðum. Erfitt sé að átta sig á, af lestri frumvarpsins um veiðigjöld hvernig það verði reiknað „sem vekur upp áleitnar spurningar um hvort skýrleiki réttarheimildarinnar fyrir gjaldtökunni sé nægjanlegur“.

Einnig segir að spurningar vakni um hvort regluverkið um útreikning gjaldsins og álagningu feli í sér óheimilt framsal skattlagningarvalds frá löggjafavaldinu til framkvæmdavaldsins.

Frumvörpin tvö eru til umræðu á fundi atvinnuveganefndarinnar í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert