Birgir Ármannsson: Fallist á vörn Geirs

Birgir Ármannsson
Birgir Ármannsson

„Niðurstaða landsdóms í máli meirihluta Alþingis gegn Geir Haarde krefst að sjálfsögðu mikillar yfirlegu á næstunni, bæði á vettvangi lögfræði og stjórnmála. Í flestum meginefnum hefur landsdómur í raun fallist á vörn Geirs og ýmist beitt frávísun eða sýknu í 5 af 6 liðum upphaflegrar ákæru", segir Birgir Ármannsson alþingismaður í grein í Morgunblaðinu í dag.

Segir Birgir að þegar dómurinn sé skoðaður þá beri að líta til þess að meirihlutinn taldi ekki tilefni til að dæma Geir til neinnar refsingar fyrir þetta brot og dæmdi honum þar að auki málskostnað úr hendi ríkissjóðs.

Þá segir Birgir m.a. í grein sinni: „Vafalaust munu einhverjir af þeim þingmönnum, sem ábyrgð báru á málarekstrinum gegn Geir H. Haarde, halda því fram að sú niðurstaða meiri hluta landsdóms að fella sök á Geir vegna eins tiltekins formsatriðis,réttlæti allan þennan leiðangur. Breytir líklega engu í því samhengi að málatilbúnaðurinn hefur að langmestu leyti runnið út í sandinn."

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert