Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði við upphaf þingfundar á Alþingi í dag að landsdómslögin væru ekki heppileg og þeim hefði átt að breytt fyrir löngu. Hún sagðist vona að hægt yrði að breyta þeim sem fyrst.
Ráðherra svaraði fyrirspurn frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokks, sem spurði meðal annars hvort hann væri enn þeirrar skoðunar að breyta ætti lögunum, en Jóhanna hefur lagt fram frumvörp þess efnis. Hún sagðist telja þingmenn alla sammála um að breyta ætti lögunum og tillaga þess efnis ætti að liggja fyrir seinni hluta þessa árs. Hún sagði ástæðuna fyrir því að ekki væri heppilegt að ákæruvaldið væri í höndum þingmanna.
Hún sagðist vona að þingmenn settust yfir það hvernig þeir vildu sjá fyrirkomulagið í framtíðinni, hvernig bregðast ætti við ef líkur væru á því að ráðherra hefði gerst sekur um að brjóta lög um ráðherraábyrgð.