Dómstóllinn staðfestir meðalgöngu ESB

EFTA-dómstóllinn er staðsettur í Lúxemborg.
EFTA-dómstóllinn er staðsettur í Lúxemborg. mbl.is/Ómar Óskarsson

EFTA-dóm­stóll­inn hef­ur með form­leg­um hætti heim­ilað fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins að hafa meðal­göngu í máli sem Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) hef­ur höfðað gegn Íslandi vegna Ices­a­ve-reikn­inga Lands­bank­ans.

Þetta fel­ur m.a. í sér að fram­kvæmda­stjórn ESB fær af­rit af öll­um skjöl­um sem lögð verða fram í mál­inu.

Í úr­sk­urðinum seg­ir að þetta mál hafi þýðingu fyr­ir fram­kvæmd EES-samn­ings­ins, ekki aðeins hvað varðar texta samn­ings­ins held­ur einnig tækni­lega fram­kvæmd hans.

Ákvörðun EFTA-dóm­stóls­ins

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert