Mjög mikið áfall fyrir Alþingi

Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson.

„Mér finnst þetta grafalvarlegt mál,“ segir Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður
og formaður Lögmannafélags Íslands, um þá staðreynd að hátt hafi verið reitt til höggs fyrir Landsdómi en eftir standi lítið annað en mikill kostnaður ríkisins.

„Sá þingmeirihluti sem stóð að þessu setur niður,“ segir hann og leggur áherslu á að málið hafi ekki snúist um ríkisstjórnarfundi heldur um allt önnur atriði sem hafi verið hent út í hafsauga. „Það er geysilegt áfall fyrir ákæruvald að reiða hátt til höggs og vera síðan rassskellt.“

Brynjar Níelsson segir í Morgunblaðinu í dag, að finna megi atriði eins og Geir var ákærður fyrir hjá öllum ríkisstjórnum og snautlegt sé að hafa hnýtt umræddum lið um ríkisstjórnarfundi inn í ákærurnar. „Mér finnst það lummulegt af ákæruvaldinu, Alþingi, að hnýta þessu svona inn í,“ segir hann.

Brynjar bendir á að reglulega megi sjá með beinum hætti ákvarðanir ráðherra
sem samrýmist ekki stjórnarskrá. Hann spyr hvort flokka eigi þær sem vanrækslubrot. „Hvar endar þá þessi vitleysa?“ spyr hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert