RÚV þiggur ekki styrki frá ESB

Ríkisútvarpið
Ríkisútvarpið mbl.is/Árni Sæberg

Ríkisútvarpið hefur ekki tekið við fjármunum frá Evrópusambandinu eða stofnunum þess í þeim tilgangi að kynna starfsemi ESB. Þetta kemur fram í skriflegu svari mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokks og formanns Heimssýnar.

Í svari ráðherra segir að samskipti Ríkisútvarpsins við Evrópusambandið lúti sömu almennu lögmálum og venjum sem gildi um önnur alþjóðasamtök, bandalög, einstök ríki og aðra hagsmunaaðila og mótist einungis af því hlutverki að miðla fréttum og upplýsingum til almennings.

Þá segir að Ríkisútvarpið þiggi ekki styrki frá Evrópusambandinu eða öðrum til fréttaöflunarferða eða dagskrárgerðar. Hins vegar hafi fimm fréttamenn Ríkisútvarpsins farið í náms- og kynnisferðir í tengslum við Evrópusambandið, sem kostaðar voru af Evrópusambandinu, aðildarríkjum eða tengdum aðilum. Í öllum tilvikum var um hópferðir íslenskra blaða- og fréttamanna að ræða, þar sem starfsfélagar af öðrum fjölmiðlum voru með í för.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert