Agnes næsti biskup Íslands

Agnes M. Sigurðardóttir er næsti biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir er næsti biskup Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Agnes M. Sig­urðardótt­ir verður næsti bisk­up Íslands en taln­ingu lauk rétt áðan. 502 voru á kjör­skrá en 477 greiddu at­kvæði. Agnes hlaut 307 at­kvæðanna, rúm 64%, en Sig­urður Árni Þórðar­son 152 at­kvæði. Auðir og ógild­ir kjör­seðlar voru 18.

Frá­far­andi bisk­up Íslands, herra Karl Sig­ur­björns­son, mun vígja Agnesi í embætti þann 24. júní nk. og mun hún form­lega taka við því 1. júlí.

Viðtal verður við Agnesi á mbl.is Sjón­varp síðar í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert