ASÍ mótmælir opnun verslana 1. maí

Sverrir Vilhelmsson

Miðstjórn Alþýðusam­bands Íslands mót­mæl­ir harðlega fyr­ir­ætl­un­um versl­anamiðstöðva og fleiri að hafa búðir opn­ar á  bar­áttu­degi verka­lýðsins, 1. maí.

Þetta seg­ir í álykt­un miðstjórn­ar­inn­ar.

„Dag­ur­inn er frí­dag­ur versl­un­ar­fólks eins og alls ann­ars launa­fólks á Íslandi og hef­ur svo verið um ára­tuga­skeið. Miðstjórn­in harm­ar all­ar til­raun­ir til að breyta þessu og hvet­ur neyt­end­ur til að sniðganga versl­an­ir sem hafa opið þenn­an dag,“ seg­ir í álykt­un­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert