ASÍ mótmælir opnun verslana 1. maí

Sverrir Vilhelmsson

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega fyrirætlunum verslanamiðstöðva og fleiri að hafa búðir opnar á  baráttudegi verkalýðsins, 1. maí.

Þetta segir í ályktun miðstjórnarinnar.

„Dagurinn er frídagur verslunarfólks eins og alls annars launafólks á Íslandi og hefur svo verið um áratugaskeið. Miðstjórnin harmar allar tilraunir til að breyta þessu og hvetur neytendur til að sniðganga verslanir sem hafa opið þennan dag,“ segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert