Ekki í höndum Samfylkingarinnar

„Mín krafa hef­ur verið sú að þessi um­sókn sé kom­in á leiðar­enda og að það eigi að aft­ur­kalla hana. Alþingi eitt get­ur stigið slíkt skref,“ seg­ir Jón Bjarna­son, þingmaður VG, sem tel­ur það nýja mark­mið Sam­fylk­ing­ar að hafa hluta samn­ings­atriðanna við ESB á hreinu fyr­ir næstu kosn­ing­ar ekki ganga nógu langt. „Sam­fylk­ing­in ræður litlu um þá ferð. Evr­ópu­sam­bandið ræður eitt þeirri ferð,“ seg­ir Jón. 

„Það er al­veg ljóst að VG hef­ur af­drátt­ar­laust lýst fram ein­dreg­inni and­stöðu við Evr­ópu­sam­bandsaðild. Það kom skýrt fram í kosn­inga­bar­átt­unni að VG myndi ekki sækja um aðild. Það hlýt­ur að vera mjög erfitt fyr­ir flokk­inn að fara aft­ur í kosn­inga­bar­áttu með um­sókn­ina opna. Öllum má vera það ljóst.“

Kosn­ing­ar um haust myndu engu breyta

- Mín­ar heim­ild­ir herma að einn flokks­bróðir þinn, þ.e.a.s. ráðherra, hafi látið þau orð falla að af­greiða þyrfti sem flest mál á vorþing­inu svo þau væru úr vegi ef stjórn­ar­sam­starfið riðaði til falls í haust vegna Evr­ópu­mál­anna. Er þetta rétt?

„Það er sama hvenær kosn­ing­arn­ar verða. VG get­ur ekki farið með um­sókn­ina um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu opna í næstu kosn­ing­ar. Ef um­sók­in er opin eins og hún er núna að þá skipt­ir engu þótt kosn­ing­ar verði fyrr. Það yrði jafn slæmt fyr­ir VG. Þess vegna er það mitt mat - og ég hef sagt það - að VG eigi að taka frum­kvæðið í því að stöðva þessa um­sókn.

Það yrði erfitt fyr­ir ýmsa þing­menn VG að verja þá öf­ug­snúnu stöðu að lýsa sig and­víga aðild að ESB en vinna á sama tíma að um­sókn­inni. Það get­ur ekki farið sam­an. Þetta er spurn­ing um trú­verðug­leika.

Það hefði mjög af­drifa­rík­ar af­leiðing­ar fyr­ir fylgi flokks­ins ef Evr­ópu­mál­in færu inn í næstu kosn­ing­ar í óbreyttri mynd. Þetta er einn af horn­stein­um VG og til þess var flokk­ur­inn meðal ann­ars stofnaður, að standa vörð um sjálf­stæði lands­ins og and­stöðu við aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Flokk­ur­inn get­ur eng­an veg­inn vænst þess að fá sömu út­komu og í þing­kosn­ing­un­um 2009, ef Evr­ópu­mál­in verða enn þá opin,“ seg­ir Jón Bjarna­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka