Fleiri andvígir fjárfestingu í stóriðju

14 lífeyrissjóðir eiga 33,4% í HS Orku
14 lífeyrissjóðir eiga 33,4% í HS Orku mbl.is/Ómar Óskarsson

Fleiri eru andvígir því að lífeyrissjóðir þeirra leggi fjármagn í virkjanaframkvæmdir vegna stóriðju en þeir sem eru hlynntir því. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Græna netið, Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd í byrjun apríl.

 Úrtakið var 1350 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri valdir af handahófi úr Viðhorfahópi Capacent Gallup og var svarhlutfall 63,2%.

Spurt var: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að lífeyrissjóðurinn þinn leggi fjármagn í frekari virkjanaframkvæmdir vegna stóriðju?

46,9% eru andvígir en  34,4% eru hlynntir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert