Refsiaðgerðum beitt ef ekki nást samningar

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri …
Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, heilsast í Brussel fyrr á þessu ári.

Sjáv­ar­út­vegs­nefnd Evr­ópuþings­ins samþykkti á fundi sín­um í gær til­lög­ur um að Evr­ópu­sam­band­inu verði heim­ilað að grípa til refsiaðgerða gegn ríkj­um utan sam­bands­ins sem það tel­ur stunda ósjálf­bær­ar fisk­veiðar.

Um er að ræða reglu­gerðar­til­lögu sem upp­haf­lega kom frá fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins og breyt­inga­til­lögu við hana sem fram kom inn­an nefnd­ar­inn­ar en sam­kvæmt breyt­ing­ar­til­lög­unni verður sam­band­inu ekki aðeins heim­ilað að banna út­flutn­ing sjáv­ar­af­urða til ríkja þess úr fiski­stofn­um sem ekki eru til staðar samn­ing­ar um held­ur öll­um sjáv­ar­af­urðum. Þá er einnig meðal ann­ars opnað á mögu­leik­ann á hafn­banni á skip frá ríkj­um sem ekki eru tal­in stunda sjálf­bær­ar veiðar.

Fram kem­ur í frétt Agence Europe í gær að um­rædd­um refsiaðgerðum kunni að verða beitt í fyrsta skipti gegn Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um vegna mak­ríl­veiða þjóðanna. Haft er eft­ir írska Evr­ópuþing­mann­in­um Pat "the Cope" Gallag­her, að til­lög­ur fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins hafi náð of skammt en hann bar fram áður­nefnda breyt­inga­til­lögu. Í at­huga­semd­um með breyt­inga­til­lög­unni seg­ir meðal ann­ars: 

„Þessi laga­setn­ing verður að veita Evr­ópu­sam­band­inu eins sterka heim­ild og hægt er til að grípa til eins hraðvirkra og um­fangs­mik­illa aðgerða og mögu­legt er sem ekki eru tak­markaðar við „sam­eig­in­lega veiðistofna“ eða „tengd­ar teg­und­ir“.“

Viðræður verði þegar hafn­ar aft­ur

Gallag­her, sem einnig er ann­ar formanna sam­eig­in­legr­ar þing­manna­nefnd­ar Evr­ópuþings­ins og Alþing­is vegna um­sókn­ar ís­lenskra stjórn­valda um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið, sagðist vona að aldrei þyrfti að koma til þess að refsiaðgerðunum þyrfti að beita og hvatti alla aðila mak­ríl­deil­unn­ar til þess að hefja þegar á ný samn­ingaviðræður um skipt­ingu mak­ríl­kvót­ans í Norðaust­ur-Atlants­hafi.

Maria Dam­anaki, yf­ir­maður sjáv­ar­út­vegs­mála í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, seg­ir á frétta­vefn­um Thef­ishsite.com í dag að samþykkt sjáv­ar­út­vegs­nefnd­ar Evr­ópuþings­ins sé mik­il­vægt skref í þá átt að tryggja sjálf­bær­ar veiðar á mak­ríl. Sagðist hún gera ráð fyr­ir því að Íslend­ing­ar kæmu aft­ur að samn­inga­borðinu en ef ekki næðust samn­ing­ar yrði refsiaðgerðunum beitt.

„Ef það nást ekki samn­ing­ar bráðlega verða þess­ar aðgerðir sett­ar í gang,“ sagði Dam­anaki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert