Íslensk tunga er að missa af talandi tölvum

Tölvur eru komnar í síma sem geta t.d. grófþýtt texta.
Tölvur eru komnar í síma sem geta t.d. grófþýtt texta. mbl.is/reuters

„Íslenska er illa búin undir framfarir í upplýsingatækni. Notkun tungunnar í upplýsingatækni er að aukast. Þeim fjölgar alltaf tölvunum sem hægt er að tala við og gefa ýmis fyrirmæli.

Slík samskipti við tölvur munu fara fram á ensku í framtíðinni ef okkur tekst ekki að bæta stöðu íslenskunnar að þessu leyti,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, um þetta áhyggjuefni í Morgunblaðinu í dag.

Tilefnið er slæm útkoma íslensku í skýrslu um stöðu tungunnar gagnvart nýrri upplýsingatækni í 30 Evrópulöndum. Niðurstöðurnar eru flokkaðar í nokkra flokka og fær íslenska iðulega lökustu einkunn. Meðal þess sem horft er til eru orða- og textasöfn og hugbúnaður til talvinnslu (talgervlar og talgreinar), vélþýðinga og málfræðilegrar greiningar, svo sem málfarsleiðréttingar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka