RÚV sendir út í háskerpu eftir tvö ár

Í dag birti Ríkisútvarpið útboðsauglýsingu á Evrópska efnahagssvæðinu um stafræna dreifingu sjónvarps. Útboðið nær til flutnings á tveimur sjónvarpsdagskrám fyrir RÚV í háskerpu til allra landsmanna, samkvæmt því sem kemur fram í tilkynningu frá RÚV.

Gert er ráð fyrir að þjónustan verði byggð upp í áföngum og að núverandi hliðrænni dreifingu á sjónvarpsmerki RÚV verði hætt fyrir árslok 2014.

Lögð er áhersla á að áhorfendur njóti þjónustu af hámarksgæðum og einfalt og ódýrt verði að hefja notkun hennar.  Þátttakendur forvalsins þurfa að uppfylla strangar fjárhags- og tæknilegar kröfur auk annarra hæfiskrafna.

RÚV rekur nú FM-útvarpssendakerfi á 100 stöðum til að senda út tvær dagskrárrásir,
langbylgjusenda á tveimur stöðum og 110 eigin sendastaði. Núverandi sjónvarpsdreifikerfi samanstendur af um 180 sendum. Yfir 90% af útvarpssendunum eru á sama stað og sjónvarpssendar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert