Fréttaskýring: Vilja veiða og hirða allt sem hafið gefur

Val­bundn­ar fisk­veiðar, þar sem mikið er sótt í fáar teg­und­ir og fiska af til­tek­inni stærð, auka hvorki fram­leiðni né draga úr áhrif­um af fisk­veiðum á vist­kerfi hafs­ins, að mati vís­inda­manna sem ný­lega birtu grein í vís­inda­tíma­rit­inu Science.

Alþjóðleg­ur hóp­ur 18 vís­inda­manna varp­ar þar fram hug­mynd um grund­vallar­end­ur­skoðun viðhorfa til fisk­veiðistjórn­un­ar. Sér­fræðinga­hóp­ur­inn, Fis­heries Expert Group, heyr­ir und­ir alþjóðlegu nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in IUCN. Grein­in (Reconsi­der­ing the Con­sequ­ences of Selecti­ve Fis­heries) birt­ist í Science2. mars síðastliðinn. Tals­verð umræða spannst um grein­ina í norsk­um blöðum, enda Jeppe Kol­d­ing, aðstoðarpró­fess­or við Há­skól­ann í Ber­gen, á meðal höf­unda.

Höf­und­arn­ir segja að áhyggj­ur vegna áhrifa fisk­veiða á vist­kerfi hafs­ins og fiski­miðin fari vax­andi. Menn hafi leitað ým­issa leiða til að draga úr nei­kvæðum áhrif­um fisk­veiða um leið og reynt sé að koma til móts við aukna þörf fyr­ir fæðuör­yggi. Þeir nefna aðferðir á borð við aukna sókn í ein­stak­ar teg­und­ir, veiðar á teg­und­um, kynj­um og stærðum fiska í öðrum hlut­föll­um en ríkja í vist­kerf­inu. Höf­und­arn­ir segja vax­andi vís­bend­ing­ar um að val­bundn­ar veiðar eins og fyrr er lýst stuðli hvorki að há­marks­fram­leiðslu né dragi mest úr nei­kvæðum áhrif­um á um­hverfið.

Eig­um að borða fleiri teg­und­ir

Höf­und­arn­ir telja að nýt­ing sem ein­kenn­ist af meira jafn­vægi og breidd muni draga úr nei­kvæðum áhrif­um fisk­veiða á vist­kerfið og stuðla að sjálf­bær­um fisk­veiðum. Þessi kenn­ing geng­ur á skjön við viðtek­in viðhorf um fisk­veiðistjórn­un víða um heim. Höf­und­ar grein­ar­inn­ar telja hins veg­ar að sú nálg­un sem þeir kynna muni leiða til hóf­legr­ar dán­ar­tölu yfir allt svið fiski­stofna, það er með til­liti til ald­urs­dreif­ing­ar, stærðar og teg­unda fiska í hverju vist­kerfi í réttu hlut­falli við nátt­úru­lega fram­leiðni. Þannig muni nátt­úru­leg dreif­ing með til­liti til teg­unda og stærðar ein­stakra fiska í hverj­um stofni hald­ast óbreytt.

Dan­inn Jeppe Kol­d­ing, aðstoðarpró­fess­or við Há­skól­ann í Ber­gen, er eini Norður­landa­bú­inn í hópi höf­unda grein­ar­inn­ar í Science. Hann sagði í sam­tali við norska fisk­veiðiblaðið Fiskar­en5. mars sl. að góð teikn væru um sjálf­bærni norsks sjáv­ar­út­vegs. Vand­inn sé hins veg­ar sá að nýt­ing þeirra á fiski­stofn­un­um sam­ræm­ist ekki þeirri skyldu okk­ar að breyta ekki vist­kerf­inu um of. Hann bend­ir á að í stað þess að vera með kvóta í ein­stök­um teg­und­um ætti frek­ar að vera með tíma­bundna eða svæðis­bundna kvóta – eins kon­ar sókn­ar­stýr­ingu. Hann tel­ur það mun betra fyr­ir vist­kerfið og að það eigi að fiska meira af smá­fiski og nýta bet­ur fleiri teg­und­ir en gert er í dag.

Kol­d­ing seg­ir m.a. að Norðmenn eigi að nýta bet­ur ýms­ar fisk­teg­und­ir á borð við síld, loðnu, kol­munna, marsíli (sandsíli) og mak­ríl. „Við eig­um að dreifa álag­inu af fisk­veiðum jafnt á all­ar teg­und­ir og stærðir fiska í sjón­um í réttu hlut­falli við nátt­úru­lega vaxt­ar­mögu­leika þeirra – þá verða áhrif­in af veiðunum minnst,“ seg­ir Kol­d­ing.

Hann seg­ir í sam­tali við Dagens Nær­ingsliv2. mars sl. að slík „jafn­væg­isnýt­ing“ myndi m.a. taka fyr­ir brott­kast á fiski. Kol­d­ing tel­ur að í dag sé 20-30% af veidd­um fiski kastað ólög­lega aft­ur í hafið. Þegar sótt sé í til­tekn­ar teg­und­ir og stærðir fiska sé freist­andi að kasta meðafl­an­um og því sem ekki stenst mál fyr­ir borð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert