Einblína á afnám refsistefnu

Úr myndasyrpunni sem birt var á afþreyingarvefnum 9gag, en myndirnar …
Úr myndasyrpunni sem birt var á afþreyingarvefnum 9gag, en myndirnar voru teknar á Austurvelli á föstudag. Ljósmynd/9gag

Kanna­bis­menn­ing á Íslandi er að breyt­ast og hef­ur breyst mikið á fá­ein­um árum. Rækt­un maríjú­ana kom í stað inn­flutn­ings á hassi og með því breytt­ist neysl­an. Öðru hvoru skjóta upp koll­in­um hóp­ar sem vilja heim­ila kanna­bisneyslu og nú síðast Rvk Homegrown sem ætl­ar að láta til sín taka á næst­unni.

Und­an­farna daga hafa birst á mbl.is frétt­ir af viðburði sem hald­inn var á Aust­ur­velli síðastliðinn föstu­dag. Þar var fólk hvatt til að reykja kanna­bis­efni op­in­ber­lega til að mót­mæla stefnu stjórn­valda í þess­um efn­um. Ann­ars veg­ar hef­ur verið greint frá því að lög­regla vissi af viðburðinum en aðhafðist ekki og hins veg­ar að full­trú­ar for­varn­ar­sam­taka væru undr­andi á aðgerðarleysi lög­reglu.

Burt­séð frá þeim þætti máls­ins er ljóst að tölu­verður fjöldi fólks mætti til að taka þátt í mót­mæl­un­um, sem voru í nafni Rvk Homegrown. „Til­gang­ur­inn með þess­um gjörn­ingi var að vekja at­hygli á gagns­leysi refs­i­stefn­unn­ar í vímu­efna­mál­um og þeim skaða sem hún veld­ur sam­fé­lag­inu og ein­stak­ling­um,“ seg­ir Örvar Geir Geirs­son sem hafði veg og vanda af skipu­lagn­ingu viðburðar­ins.

Verk­efnið Rvk Homegrown hófst árið 2010 og er í dag hóp­ur en unnið er að því að þessa dag­anna að skrá hóp­inn sem form­leg sam­tök. Övar seg­ir að aðeins eigi eft­ir að ganga frá forms­atriðum þess vegna. Hann er ánægður með viðbrögð lög­regl­unn­ar við mót­mæl­un­um. „Þetta var allt gert í góðu samtarfi við lög­regl­una og þeir látn­ir vita hvað myndi þarna fara fram. Enda erum við að berj­ast fyr­ir að vera lög­gilt sam­tök og vilj­um fara réttu leiðina að því.“

Ung­menni hafa ekk­ert með vímu­efni að gera

Örvar seg­ir að viðbrögðin við viðburðinum hafi verið góð. Þetta hafi verið í annað skipti sem mót­mælt var á þess­um degi, 20. apríl, og mun fleiri hafi mætt í ár en í fyrra. „En þó svo við hvött­um fólk til að reykja op­in­ber­lega var það aðeins í mót­mæla­skyni. Við hvetj­um fólk ekki al­mennt til þess.“

Í frétt mbl.is kom fram að full­trú­ar for­varn­ar­sam­tak­anna hefðu áhyggj­ur af því að viðburður sem þessi hefði áhrif í bar­átt­unni gegn vímu­efna­neyslu ung­menna. Örvar tek­ur skýrt fram að sam­tök­in styðji ekki vímu­efna­neyslu ung­menna. „Við telj­um ekki að neysla ung­menna á kanna­bis sé við hæfi frek­ar en á öðrum vímu­gjöf­um. Við þekkj­um að al­veg að ung­menni hafa ekk­ert við kanna­bis­efni að gera. Ein­mitt þess vegna vilj­um við að sett verði á þau ald­urstak­mark og sala verði und­ir eft­ir­liti.“

Hann seg­ir það vel þekkta staðreynd að ungt fólk eigi auðveld­ara með að kaupa sér kanna­bis­efni en áfengi. „Og þessi þróun er bein af­leiðing af refs­i­stefnu stjórn­valda.“

Skaðam­innk­un í vímu­varn­ar­vörn­um verði viður­kennd

Málstaður Rvk Homegrown er á þá leið að kom­inn sé tími á heild­ar­end­ur­skoðun á stefnu­mót­un og laga­setn­ingu í vímu­efna­mál­um á Íslandi. Byggja þurfi stefnu á fé­lags­fræðileg­um og vís­inda­leg­um rök­um í stað hræðslu­áróðurs. Nota eigi fjár­muni lög­regl­unn­ar í eitt­hvað skyn­sam­legra en að elt­ast við smá­vægi­leg vímu­efna­brot. Á móti eigi að fá skaðam­innk­un í vímu­efna­vörn­um viður­kennda sem aðferð til að bregðast við vand­an­um.

Þá eigi að kljúfa vímu­efna­markaðinn á Íslandi og aðgreina vímu­efni í væg og hörð, og láta af refs­ing­um fyr­ir neyslu­skammta.

En er mik­ill meðbyr með þess­um málstað á Íslandi?

„Það fer kannski eft­ir því hvernig á þetta er litið. Marg­ir eru al­farið á móti kanna­bis­efn­um og það er bara gott og blessað. Þetta er nátt­úr­lega vímu­efni. En við finn­um frek­ar fyr­ir meðbyr þegar við ræðum um gagns­leysi refs­i­stefn­unn­ar og þann skaða sem hún veld­ur. Við höf­um reynt að ein­blína á það á af­nám refs­i­stefnu gagn­vart neyt­end­um, enda er fólki frjálst að velja og hafna hvaða vímu­efni það tel­ur sér við hæfi,“ seg­ir Örvar.

Sam­tök­in verða áber­andi í sum­ar

Spurður að því hvernig hóp­ur­inn ætli sér að ná eyr­um ráðamanna seg­ir Örvar að meðal ann­ars hafi verið send­ir fjölda­póst­ar á þing­menn, bæði ís­lensk­ar rit­gerðir um mál­efnið og rann­sókn­ir. Þá sé hóp­ur­inn í sam­skipt­um við nokkra þing­menn. „Við höf­um reynt að vekja at­hygli á málstaðnum og mun­um krefja fram­bjóðend­ur um svör fyr­ir næstu kosn­ing­ar um af­stöðu þeirra til þess­ara mála, þannig að hægt sé að sjá hverj­ir eru opn­ari fyr­ir þess­um mál­um en aðrir.“

Eins og áður seg­ir verður hóp­ur­inn að sam­tök­um á næstu dög­um eða vik­um. En hvaða starf­semi verður í sam­tök­un­um?

„Við verðum með viðburði, tón­leika­hald og uppá­kom­ur til að vekja at­hygli á málstað okk­ar. Sam­tök­in verða án fé­lags­gjalda en starf­sem­in fjár­mögnuð með sölu varn­ings ým­is­kon­ar sem einnig nýt­ist málstað okk­ar til góðs. Við verðum áber­andi næstu árin og núna í sum­ar ætl­um við að láta taka eft­ir okk­ur.“

Kannabisplantan ræktuð í stórum stíl í einbýlishúsi í Hafnarfirði fyrir …
Kanna­bisplant­an ræktuð í stór­um stíl í ein­býl­is­húsi í Hafnar­f­irði fyr­ir fá­ein­um árum. Morg­un­blaðið/​Júlí­us
Kannabisvindlingar á kaffihúsi í Amsterdam.
Kanna­b­is­vind­ling­ar á kaffi­húsi í Amster­dam. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert