Ekki áfellisdómur yfir stjórnsýslunni

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Túlkun Guðmundar á landsdóminum og harðorð ummæli hans um stjórnsýsluna eiga ekki við nein málefnaleg rök að styðjast. Þegar dómurinn er lesinn kemur í ljós að upplýsingar lágu fyrir um hættuna sem steðjuðu að bönkunum. Hins vegar má ráða af niðurstöðum dómara að ekki hefði verið á valdi íslenskra stjórnvalda að koma í veg fyrir hrun bankanna,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á heimasíðu sinni í kvöld.

Tilefnið eru ummæli Guðmundar Hálfdanarsonar, prófessors í sagnfræði við Háskóla Íslands, í Speglinum á Rás 2 að niðurstaða landsdóms vegna ákæranna á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, væri mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslunni hér á landi. Björn segir skrítið að Guðmundur sé ekki krafinn skýringa á þeirri fullyrðingu og bætir því við að engin innistæða sé fyrir þeim orðum hans að niðurstaðan sanni „eitthvað óeðlilegt varðandi pólitískt skipaða embættismenn“.

Björn segir ennfremur á heimasíðu sinni að til sé að verða efniviður í „sérstaka skýrslu um niðurstöðu rannsóknaraðila og dómara vegna bankahrunsins annars vegar og útleggingar fræðimanna í Háskóla Íslands á þessum niðurstöðum og dómum hins vegar“.

Heimasíða Björns Bjarnasonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert