Gamli Þór í brotajárn

Þór strandaður á grynningum á sundunum.
Þór strandaður á grynningum á sundunum. mbl.is/RAX

Gamla varðskipið Þór III end­ar brátt ævi­daga sína. Skipið var dregið af drátt­ar­bátn­um Auðuni frá bryggj­unni í Gufu­nesi og í Njarðvík­ur­höfn í gær þar sem það verður rifið niður í brota­járn næstu daga.

Það var Hringrás sem keypti skipið til niðurrifs. Ein­ar Ásgeirs­son, fram­kvæmda­stjóri Hringrás­ar, seg­ir að farið verði í það strax í dag að dæla úr skip­inu spilli­efn­um. „Þegar búið verður að tæma það af þeim og taka það út af Heil­brigðis­eft­ir­lit­inu meg­um við hefja verkið. Skipið verður flutt ásamt öðru brota­járni frá Hringrás á er­lend­an markað þar sem það hef­ur sitt fram­halds­líf. Það kem­ur svo heim til baka í formi gjald­eyr­is,“ seg­ir Ein­ar.

Þór III er skip sem ber mikla sögu. Það var smíðað fyr­ir Land­helg­is­gæsl­una 1951 og var 920 tonn, 55,9 m á lengd og 9,5 m á breidd. Þór gegndi veiga­miklu hlut­verki í þorska­stríðum milli Íslands og Bret­lands. Skipið var selt Slysa­varna­fé­lagi Íslands árið 1982 og notað sem skóla­skip fyr­ir Slysa­varna­skóla sjó­manna. Það fékk þá nafnið Sæ­björg.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert