Kristján býður sig fram

Kristján Björnsson
Kristján Björnsson

Kristján Björnsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjum, býður sig fram til vígslubiskups á Hólum í Hjaltadal og hefur sent kjörstjórn bréf um framboðið.

Hann segist telja að embætti vígslubiskups felist mikilvægur stuðningur við kirkjulegt starf í öllum sóknum og á öllum stöðum í umdæminu en líka frekari efling Hólastaðar.

Umdæmi Hólabiskups eru prófastsdæmin á Norðurlandi og Austurlandi en hann er einnig annar af tveimur aðstoðarbiskupum landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert